Einbýlishús ásamt bílskúr 186 fm að Gilsbakka 31 á Hvolsvelli Húsið telur flísalagða
forstofu, úr forstofu er komið inn í parketlagt
hol sem tengir saman svefnherbergisálmu og alrými hússins.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými og
eldhús er með góðri viðar innréttingu. Loft í eldhúsi og stofu er upptekið. Lofthæð um 5m þar sem hún er mest. Út úr stofu er hægt að ganga út á stóran viðarpall með skjólgirðingu.
Þrjú parketlögð svefnherbergi eru í húsinu,öll rúmgóð og
hjónaherbergi er með stórum góðum skápum. Partur af stofu er stúkaður af með einföldum veggjum í herbergi í dag en auðvelt að taka það niður.
Baðherbergi er með dökkgrátt flísalagt gólf og hvítar flísar á veggjum. Hvít rúmgóð innrétting með tveimur vöskum. Eitt baðkar með sturtuaðstöðu og glerskilrúmi.
Þvottahús er með flísum á gólfi og veggjum. Þar inni er hvít innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig með tvo vaska. Þar inni er auka
salerni og sturta. Úr þvottahúsi er gengið inn í rúmgóðan
bílskúr með lokaðri
geymslu, þar inni er einn opnanlegur gluggi. Fyrir ofan geymslu er opið
geymsluloft. Loft er upptekið í bílskúr og bílskúrshurð er með fjarstýringu.
Garður er gróinn
Bílaplan er hellulagt
Nánari upplýsingar veitir Ágúst Kristjánsson lgf hjá Fannberg fasteignasölu 4875028 / 8938877