FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími 487-5028
RAÐHÚS VIÐ HVOLSTÚN NR. 1C Á HVOLSVELLI.
Íbúðin er endaíbúð. Raðúsið er byggt úr timbri að mestu klætt að utan með lágréttri/liggjandi bárustálsklæðningu. Yfir og undir gluggum og hurðum er viðarklæðning, sem og á göflum undir mæni. Einnig er innskot við útihurð og verönd viðarklædd.
Lýsing:
Anddyri með flísum á gólfi og fatahengi.
Hol og stofa með eikarparketti á gólfum.
Tvö svefnherbergi með eikarparketti á gólfum, fataskáspur í öðru herberginu.
Baðherbergi, flísalagt með hornbaðkari og innréttingu, þaðan er gengið inní
þvottahús sem jafnframt er
bakinngangur í húsið gólf er flísalagt og innréttingar eru á veggjum.
Eldhús með stórri góðri innréttingu geymsla með hillum og flísum á gólfi er innaf eldhúsi. Gólfhiti er í húsinu. Garður er gróinn og þar er geymsluskúr ca 15 fm. Bílastæði er malborið.
Kaupendur greiða engin umsýslugjöld.Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst Kristjánsson lgf. gsm: 893-8877, netfang:
[email protected]Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill fasteignasalan því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.