FANNBERG FASTEIGNASALA EHF sími: 487-5028
ATVINNUHÚSNÆÐI VIÐ DYNSKÁLA 51 Á HELLU.
8 bil í fjöleignaratvinnuhúsnæði sem verið er ljúka byggingu á. Sjá teikningar í myndasafni með eigninni. Verð á endabilum er 41.500.000,- verð á hinum 6 er kr. 39.800.000,-
Byggingarlýsing hússinsUm er að ræða 1156 m² atvinnuhúsnæði, 816 m² að grunnfleti auk 340 m² millilofts. Húsið skiptist í 8 einingar, 144,5 m² að birtu flatarmáli, grunnflötur 102 m² og mililoft 42,5 m². Húsið stendur á 3.075 m² lóð. Lóðin verður malbikuð. Gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir framan og aftan hverja einingu, sérafnotaflötur. Sérafnotaflötur endabila er stærri. Aðkoma er frá Dynskála götunni.
Uppbygging húss:Húsið er byggt ofan á steypta sökkla.
Gólfplata:Hefðbundin staðsteypt plata, einangruð að innan. Öll gólf skilast vélslípuð. Neysluvatnslagnir eru lagðar samkv. verkfræðiteikningum undir gólfplötu.
Veggir/ þak / þakkantur / burðarvirki:Allir útveggir og þak hússins eru úr yleiningum, samlokueiningar, svo og milliveggir. Burðarvirki er límtré. Litur klæðningar að utanverðu er RAL7016 og að innan RAL 9010. Þakkantur er einfaldur, stálklæddur í sama lit og þakefni með utanáliggjandi álrennum og niðurfallsrörum í sama lit.
Hæðir:Mænishæð er 7,13 frá gólfplötu í efri brún mænis. Við útvegg er lofthæð 5,63m frá gólfplötu upp á efri brún þaks. Milligólfið er í 3,20m hæð frá gólfplötu.
Gluggar og hurðir:Innkeyrsluhurðir eru frá viðurkenndum og þekktu framleiðanda í góðum gæðum, og rafmótoropnun. Þær eru 3,5m á breidd og 4,35m á hæð og 3,0m á breidd og 2,5m á hæð. Gönguhurðir og gluggar eru úr viðhaldsfríu PVC plasti með tvöföldu einangrunargleri.
Frárennslis og neysluvatnslagnir:Skólp‐ og regnvatnslagnir eru fullfrágengnar og tengdar fráveitukerfi í götu. Frárennslisstútar fyrir salerni og skolvask. Gólfniðurfall er fyrir innan allar innkeyrsluhurðir. Neysluvatn lagt inn í hverja starfseiningu.
Hitakerfi:Hitablásari í hverri starfseiningu. Hiti er sameiginlegur, mælir í inntaks-/tæknirými.
Rafmagn:Aðaltafla með mælum fyrir hverja starfseiningu frágengin í inntaks-/tæknirými. Greinatafla frágengin í hverri starfseiningu með einum þriggja fasa tengli við hliðina. Tenglar í hverri starfseiningu skv. grunnhönnun raflagna hönnuðar. Full lýsing (LED) í hverri starfseiningu skv. grunnhönnun raflagna hönnuðar sem uppfyllir viðkomandi reglur. Raflagnir lagðar í rörum, auðvelt er að breyta ljósum, slökkvurum, tenglum og slíku ef þurfa þykir. Útiljós við hurðir á hverri starfseiningu, sem stjórnast úr sameiginlegu inntaks-/tæknirými. Gert er ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla í töflu í hverri einingu.
Lóð:Lóð afhendist malbikuð.
Annað:Tengigjöld hita, rafmagns og kalds vatns verða greidd og allar veitur tengdar við húsið. Gatnagerðargjöld eru greidd. Virðisaukaskatts kvöð hvílir á húsinu sem kaupandi yfirtekur, áætlað 4,0 m.kr. á hverja einingu. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0,3% af væntanlegu brunabótamati. Byggingin verður í notkunarflokki 1. samkv. byggingareglugerð. Skil hússins miðast við ÍST51-2021, Byggingarstig 4 – Fullgerð bygging. ATH þetta er nýr staðall um skil á byggingarstigum húsa.
Kaupendur greiða engin umsýslugjöld.Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Einarsson lgf. gsm: 863-9528, netfang:
[email protected]