Bergþórshvoll , 861 Hvolsvöllur
Tilboð
Lóð
0 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
292.310.000
Fasteignamat
109.617.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF, sími: 487-5028.

BERGÞÓRSHVOLL Í RANGÁRÞINGI EYSTRA.
Um er að ræða jarðirnar Bergþórshvol og Bergþórshvol 2, í Vestur-Landeyjum.  Heildarlandstærð er talin vera um 420 hektarar, þar af er ræktað land um 51 hektari.  Landið er valllendi og mýrar.  Það er allt gróið og grasgefið og hentar vel til beitar, Lönd jarðanna liggja saman og eru afmörkuð með skurðum og girðingum..  Á landinu er malarnáma og laxveiðiáin Affall rennur á jarðarmörkum og á Bergþórshvoll  17,1% veiðiréttarinns. Á staðnum er víðsýnt og fallegt útsýni til allra átta, m.a. til Heklu, Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja.

Á jörðunum eru eftirtaldar húseignir.

Íbúðarhús á tveimur hæðum byggt árið 1973, með síðari tíma stækkun stærð 477,9 fm.  Neðri hæðin er byggð úr steinsteypu og er klædd með steniklæðningu.  Efri hæðin er undir súð, hún byggð úr timbri og er klædd með járni og timbri.  Hluti neðri hæðar hefur verið innréttaður sem íbúð, sem nýtt er í útleigu til ferðamanna.  Bílskúr er áfastur húsinu.  Hann er með kjallara sem er notaður sem vélaskemma.  Á neðri hæð hússins er:  Anddyri með flísum á gólfi.  Eldhús með flísum á gólfi og vandaðri innréttingu.  Þvottahús rúmgott með flísum á gólfi og góðum innréttingum.  Salerni með flísum á gólfi og geymsla með flísum á gólfi.  Af neðri hæðinni liggur parketlagður stigi upp á þá efri.  Þar er:  Stofa með parketi á gólfi.  Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, stórri sturtu, hornbaðkeri og innréttingu.  Tvö svefnherbergi með parketi á gólfum og skápum.  Húsið er kynt með rafmangi, gólfhiti er á efri og hluta af neðri hæð.  Við húsið er timburverönd með skjólveggjum.

Gestaíbúðin er með sér inngangi og telur:  Anddyri með harðparketi á gólfi.  Sambyggða stofu og eldhús með harðparketi á gólfi og góðri innréttingu.  Tvö svefnherbergi með harðparketi á gólfum.  Báðum herbergjum fylgir sérbaðherbergi með flísum á veggjum og gólfum, sturtum og innréttingum.  Úr öðru herberginu er hurð út á verönd sem eru við húsið.  Húsgögn geta fylgt  með við sölu.Í rekstrarleyfi er heimiluð gisting fyrir 6 manns.

Bílskúrinn er steyptur.  Hann er með innkeyrsludyrum, sem og vélageymslan í kjallara hans.

Íbúðarhús nr 2,  sem nýtt er til útleigu til ferðamanna er byggt úr steinsteypu árið 1978, stærð 145 fm.  Húsið er klætt að utan með steniklæðningu og það telur:  Anddyri með teppi á gólfi.  Gang með plastparketi á gólfi.  Stofu með plastparketi á gólfi og hurð út í garðinn.  Eldhús með vinyl dúk á gólfi og ágætri innréttingu.  Búr með vinyldúk á gólfi.  Fjögur svefnherbergi með plastparketi á góflum.  Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, sturtu og lítilli innréttingu.  Salerni með vinyldúk á gólfi.  Þvottahús, sem jafnframt er bakinngangur í húsið með máluðu gólfi.  Húsgögn geta fylgt með við sölu.  Í rekstrarleyfi er heimiluð gisting fyrir 9 manns í húsinu.  Við húsið er verönd.

Bílskúr við íbúðarhús 2, sem byggður er úr steinsteypu árið 1985, stærð 34 fm.  Á honum eru tvær gönguhurðir.

Fjárhús og hlaða, byggt úr steinsteypu árið 1958, stærð 332, 5 fm.

Garðávaxtageymsla byggð úr steinsteypu árið 1962.

Jörðin er seld án geiðslumarks, bústofns og véla.

Kaupendur greiða engin umsýslugjöld.

Allar nánari upplýsingar veita:
Ágúst Kristjánsson lgf, gsm: 893-8877, netfang: [email protected]
Guðmundur Einarsson lgf, gsm: 863-9528, netfang [email protected]

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill fasteignasalan því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.