FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028.
JÖRÐIN SKEIÐ 2 Í RANGÁRÞINGI EYSTRA
Jörðin er 16.2 hektarar auk 1.750 fm lóðar undir íbúðarhúsi og er staðsett um 3km frá Þverárbrú á þjóðvegi nr. 1, 6km frá Hvolsvelli og 18km frá Hellu. Landið er afgirt, stutt í skóg og útiveru meðfram Þverá.Vegur er malbik, nema síðasti 1km er malarvegur.
Skurður liggur meðfram vesturhluta landsins þar sem sett hefur verið upp vatnsból sem notað hefur verið fyrir hross en til 3 vikna var um 100 hrossa stóð þar sumarið 2021 til þess að minnka grasið. Einnig voru heyjaðar um 60 rúllur 2021 á hluta landsins en landið annars verið nýtt til beitar undanfarin ár. Deiliskipulag var samþykkt á landinu með byggingarreitum fyrir 3 íbúðarhús, hesthús, vélageymslu og frístundahús, ef nýjir eigendur hefðu áhuga á frekari framkvæmdum. Gott útsýni, þar á meðal Eyjafjallajökull, Hekla og Vestmannaeyjar og þess sem ljósin frá Hvolsvelli sjást að kvöldi.
Einbýlishúsið er á lóðinni Skeiðgata 1, byggt úr timbri og járni á steyptum undirstöðum.
Húsið er byggt árið 1993 og var flutt árið 2020 á
Skeiðgötu 1 . Þar var það sett á nýjan grunn og töluvert endurnýjað bæði að utan og innan. Ný klæðning með einangrun umfram staðla sett að utan á austurhlið hússins, ekki talin þörf á að klæða aðra hluta hússins. Hliðar þak og botn hússins allt yfirfarið og þétt þar sem þörf var á, Gólf og veggir opnaðir og lokað aftur til að fara yfir að allt sé í góðu standi. Nýjir ofnar, nýr vatnskútur, ný 3 fasa
hleðslustöð fyrir rafbíla, nýr vegur að húsinu. Öll gólfefni eru ný, nýmálað utan og innan, rúður endurnýjaðar að hluta, pípulagnir og rafmagnslagnir nýjar, yfirfarnar af sérfræðingum og allt húsið yfirfarið og samþykkt af byggingarfulltrúa 2021. Húsið skiptist í a
nddyri með plastparketi á gólfi ,
gang með plastparketi ,
stofu og eldhús í sama rými þar er ágætis innrétting hurð er út úr stofu út í garð,
baðherbergi sem er panelklætt og parket á gólfi þar er baðkar með sturtu ásamt innréttingu og þar er einnig
þvottaaðstaða. Eitt
svefnherbergi er í húsinu með parketi á gólfi ásamt hillum á veggjum. Rafmagn frá veitu er í húsinu, en húsið er kynnt með rafmagni. Kalt vatn frá vatnsveitu er í húsinu.
Eignin getur verið laus til notkunar með nokkurra daga fyrirvara.
Kaupendur greiða engin umsýslugjöld.Nánari upplýsingar gefur Ágúst Kristjánsson lgf hjá Fannberg Fasteignasölu 487-5028 eða 893-8877