FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028Einbýlishús við Hólavang nr. 12 á Hellu. Húsið er byggt úr timbri og er klætt að utan með bárujárni. Eignin telur:
Anddyri með flísum á gólfi.
Tvö svefnherbergi með parketi á gólfum.
Stofu með parketi á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi og ágætri innréttingu.
Baðherbergi með dúk á veggjum og gólfi. Þar er baðker, sturta og lítil innrétting.
Þvottahús, sem jafnframt er bakinngangur í húsið með máluðu steingólfi. Yfir húsinu er einangrað óinnréttað
geymsluloft, sem ekki er með í uppgefnum fermetrafjölda Húsinu fylgir 12,1 fermetra
útigeymsla. Við húsið er hellulögð gangstétt og bifreiðastæði. Gróðurhús á lóðinni fylgir með við sölu. Húsið er 80 ára gamalt og komið er að ýmsu viðhaldi. Eignin er staðsett á skjólgóðum stað í botnlangagötu í elsta hluta Helluþorps.
Kaupendur greiða engin umsýslugjöld.
Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst Kristjánsson lgf, gsm: 893-8877, netfang:
[email protected]