Galtalækur , 851 Hella
59.900.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
59.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
122.403.000
Fasteignamat
36.784.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028.

GALTALÆKUR Í LANDSVEIT.

Jörðin Galtalækur er staðsett efst í Landsveit í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra.  Samkvæmt yfirlitsmynd er stærð landsins talin vera um 1.050 hektarar.  Landið liggur beggja vegna Landvegar.  Sá hluti landsins sem liggur sunnan vegar er að mestu gróinn og að hluta til tún.  Þetta land liggur að Ytri-Rangá og vatnsmikill lækur (Galtalækur) rennur um það.  Einnig rennur Vatnagarðslækur á suðurmörkum landsins.  Þetta landsvæði er afar fallegt og að hluta til skógi vaxið.  Land norðan vegar er gróið valllendi næst veginum og svo víðáttumikið hraun sem liggur allt norður að Þjórsá neðan við Þjófafoss.  Jörðinni fylgir upprekstarréttur á Landmannaafrétti og hálfur veiðiréttur í Veiðivötnum.  Þarna er einkar fallegt útsýni m.a. til Heklu og Búrfells.

Á jörðinni er all nokkur húsakostur, sem er gamall og í bágbornu ástandið.
Veiturafmagn er komið heim á hlað en er ekki tengt við húsin.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Einarsson, í síma 863-9528, tölvupóstur [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.