Syðri-vík , 880 Kirkjubæjarklaustur
92.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
92.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
82.210.000
Fasteignamat
31.290.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028.

SYÐRI-VÍK Í SKAFTÁRHREPPI
Jörðin er staðsett í Landbroti, skammt neðan við Kirkjubæjarklaustur.  Landstærð er talin vera um 342 hektarar, sem er að mestu gróið land, þar af er ræktað land um 30 hektarar.  Land jarðarinnar afmarkast af landi Efri-Víkur að norðan, en Eystri-Dalbæjar og Fagurhlíðar að sunnan.  Neysluvatn er fengið úr nýrri borholu sem er á bæjarhlaðinu.  Jörðinni fylgir upprekstrarréttur á Landbrotsafrétt og veiðihlunnindi í Grenlæk og Víkurflóði.  Á staðnum er mikil náttúrufegurð og fögur fjallasýn m.a. til Mýrdalsjökuls í vestri og Vatnajökuls í austri.

Íbúðarhús:
Húsið er byggt úr steinsteypu og að hluta úr timbri árin 1966 og 1997, stærð 222,7 fm.  Húsið er klætt að utan með steniklæðningu.  Undir hluta þess er kjallari.  Húsið telur:  Anddyri og gang með flísum á gólfum.  Stofu með parketi á gólfi.  Eldhús með dúk á gólfi og ágætri innréttíngu með nýlegum ofni og spanhelluborði. Herbergjagang með spónaparketi á gólfi.  Fimm svefnherbergi, fjögur þeirra eru með spónaparketi á gólfi, en eitt er með parketi.  Skápur er í einu herbergjanna.  Tvö baðherbergi,  annað er með flísum á veggjum og gólfi, sturtu og innréttingu, hitt er með flísum á veggjum og gólfi, baðkeri og innréttingu.  Búr með dúk á gólfi.  Bakinngang með dúk á gólfi og þvottahús með máluðu steingólfi.  Af hæðinni liggur flísalagður stigi niður í kjallarann.  Hann er með sér inngangi með flísum á gólfi.  Herbergi með harðparketi á gólfi og tvær geymslur með flísum á gólfum.  Húsið er kynt með rafmagni og við það er verönd úr timbri.

Útihús.
Tvær sambyggðar geymslur byggðar úr steinsteypu á árunum 1975 og 1992, stærð  311 fm.  Á þeim eru tvennar innkeyrsludyr og búið er að einangra loftið.  Gólf er steypt að hluta.
Áföst geymslunum er geymsla byggð úr steinsteypu árið 1988, stærð 105 fm.  Búið er að einangra loft.

Allar nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Einarsson lgf. gsm 863-9528, netfang: [email protected]
Ágúst Kristjánsson lgf. gsm 893-8877, netfang: [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.