Háfur 2, 851 Hella
29.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
9 herb.
545 m2
29.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
90.200.000
Fasteignamat
29.650.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028

Háfur 2, 851 Hella

545,7 m², einbýlishús, 9 herbergi
Um er að ræða 256,6 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggingarár 1973 og 1989, við Háfur 2 Rangárþingi ytra, ásamt vélageymslu sem skráð er 289,1 fm byggingarár 1983. Viðbygging við húsið úr timbri er ekki skráð skv. Þjóðskrá, sú viðbygging er enn á byggingarstigi.

Nánari lýsing : Á efri hæðinni er anddyri með flísum á gólfi og fataskáp. Eldhús með flísum á gólfi og lélegri hvítri eldhúsinnréttingu, borðkrókur, hurð út í garð. Lítið búr með plastparketi á gólfi. Hol með parketi á gólfi. Stofa með plastparketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkari og lélegri innréttingu. Þrjú svefnherbergi með plastparketi á gólfi. Af efri hæðinni er stigi niður á neðri hæðina sem er er að mestu óskipt óinnréttað rými.
Húsið þarfnast viðhalds/endurbóta. Gólfefni eru léleg og flísar eru ónýtar. Fataskápar í herbergjum eru lélegir. Baðherbergi þarfnast viðhalds. Ofnalagnir eru gamlar og þarfnast endurnýjunar. Ofnar eru ónýtir. Yfirfara þarf neysluvatnslagnir. Rafmagn þarf að yfirfara. Gluggar og gler þarfnast endurnýjunar. Þak þarfnast viðhalds, bárujárn ónýtt. Lagnir þarfnast endurnýjunar. Blöndunartæki eru léleg. Rafmagn þarf að yfirfara. Múr utanhúss þarfnast viðhalds.
Vélageymsla er ófrágengin, einungis burðargrind og veður- og vindklæðning og er hún óeinangruð, ástand lagna er óþekkt.
Húsið stendur á eignarlóð með landnúmer 165385, samkvæmt opinberum skráningum er stærð lóðar 6,3 hektarar, kaupendum er bent á að kynna sér að stærð lóðar er mögulega mun minni en opinber skráning gefur til kynna.

ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.