Miðhjáleiga , 861 Hvolsvöllur
77.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
77.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
140.450.000
Fasteignamat
43.102.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028

JÖRÐIN MIÐHJÁLEIGA Í RANGÁRÞINGI EYSTRA.
Jörðin er staðsett í Austur-Landeyjum. Landstærð er talin vera um 179 ha, mest allt gróið land.  Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er ræktað land 56 ha.  Jörðin sem er laus til ábúðar, selst án bústofns véla og fullvirðisréttar.  Eftirtaldar byggingar eru á jörðinni:

Íbúðarhús:
Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1968 og er klætt að utan með stálklæðningu.  Við það eru verandir og göngustígar úr timbri.  Húsið telur:  Anddyri með flísum á gólfi.  Hol með parketi á gólfi.  Stofu með parketi á gólfi.  Viðbyggingu við stofu með hurð út í garð.  Þar er panell á veggjum og í lofti.  Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkeri og innréttingu.  Fimm svefnherbergi með parketi á gólfum.  Eldhús án gólfefna og með bráðabirgðainnréttingu.  Þvottahús með máluðu gólfi. Bakinngang og tvær geymslur með flísalögðum gólfum.  Verulegar rakaskemmdir eru í flest öllum veggjum hússins.  Fúi er í gluggum og gler er orðið lélegt.  Þakkantur er fúinn.  Húsið er kynt með rafmagni.

Áfastur íbúðarhúsinu er bílskúr byggður úr steinsteypu árið 1986 og klæddur að utan með stáli.  Hann er með  gönguhurð og innkeyrsludyrum.  Skúrinn er ómúraður að innanverðu.


Útihús:
Fjós með áburðarkjallara, byggt árið 1957 úr steinsteypu, stærð 169 fm.
Kálfahús byggt árið 1983 úr steinsteypu, stærð 96 fm
Hlaða byggð árið 1966 úr steinsteypu, stærð 197 fm.

Hlaða byggð árið 1962 úr steinsteypu, stærð 136 fm.
Hlaða byggð árið 1966 úr steinsteypu, stærð 225 fm.
Vélageymsla byggð árið 1982, stálgrindarhús á steyptum sökkli, stærð 210 fm.
Hesthús byggt árið 1965, járnklætt timburhús, stærð 74 fm.
Fjárhús byggt árið 1953, járnklætt timburhús, stærð 50 fm.
Hlaða byggð árið 1953 úr steinsteypu, stærð 38 fm.


Útihúsin þarnast viðhalds og endurbóta.  Þök eru ryðguð og hurðir vantar á sum þeirra.

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Einarsson, í síma 863-9528, tölvupóstur [email protected] og Ágúst Kristjánsson í síma 893-8877, tölvupóstur [email protected]

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.