Auðkúla , 851 Hella
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
62874 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
70.750.000
Fasteignamat
24.165.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028

AUÐKÚLA Í RANGÁRÞINGI YTRA.

Land:
Um er að ræða 6,4 hektara landspildu við bakka Ytri-Rangár gegnt Helluþorpi.  Landið hallar á móti suðri og er að stórum hluta skógi vaxið.  Aðgengi er frá þjóvegi nr. 1.  Um 2.000 fm af landinu eru leigðir undir trésmiðaverkstæði.

Íbúðarhús:
Húsið sem er kúluhús á tveimur hæðum er byggt úr timbri árið 1994.  Stærð þess er 171 fm.  Húsið skiptist í 103 fm íbúð og 68 fm garðskála.  Gengið er inn í garðskálann, sem er með hellu- og flísalögðu gólfi, auk þess, sem þar eru trjá- og blómabeð.  Úr garðskálanum er innangegnt í íbúðina.  Neðri hæð hennar telur:  Sambyggða stofu og eldhús með parketi og flísum á gólfi.  Þar er ágæt innrétting.  Baðherbergi með dúk á gólfi, innréttingu og hornbaðkeri.  Búr með parketflísum á gólfi.  Af neðri hæðinni liggur timburstigi upp á þá efri, sem telur:  Setustofu með parketflísum á gólfi.  Tvö svefnherbergi og fataherbergi með parketflísum á gólfum.  Inn af öðru herberginu er snyrting með parketi á gólfi.  Við húsið eru hellulagðar verandir.

Verkfærageymsla:
Húsið er byggt úr holsteini og timbri árið 1958 og er með steyptu gólfi og innkeyrsludyrum.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Einarsson í síma 863-9528, tölvupóstur [email protected]

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.