Króktún 3, 860 Hvolsvöllur
38.000.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
191 m2
38.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
57.200.000
Fasteignamat
35.100.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF, sími: 487-5028.

EINBÝLISHÚS MEÐ BÍLSKÚR VIÐ KRÓKTÚN 3 Á HVOLSVELLI.
Húsið og skúrinn eru múruð, hraunuð og máluð að utanverðu.  Nýtt járn er á þaki íbúðarhússins.  Eignin telur:  Anddyri með flísum á gólfi og fataskáp.  Gestasnyrtingu með dúk á gólfi og innréttingu.  Stofu með parketi á gólfi og flísum að hluta, þar er kamína.  Sjónvarpshol með flísum á gólfi.  Fjögur svefnherbergi með plastparketi á gólfum, skápar eru í þremur þeirra.  Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, baðkeri, sturtu og góðri innréttingu.  Eldhús með dúk á gólfi og vandaðri innréttingu.  Búr með dúk á gólfi.  Þvotahús, sem jafnframt er bakinngangur í húsið með flísum á gólfi og ágætri innréttingu.  Bílskúrinn er múraður og málaður að innanverðu.  Á honum eru innkeyrsludyr með hurðaopnara og gönguhurð.  Við bílskúrinn er hellulagt bifreiðastæði og framan við húsið er hellulögð gangstétt með hitalögn.  Stór timburverönd með heitum potti er sunnan veið húsið.  Innangegnt er á hana úr stofu og hjónaherbergi.  Lóðin er gróin.

Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst Kristjánsson í síma 893-8877, netfang: [email protected] 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.