Holtsmúli 2, 851 Hella
49.500.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
49.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
53.387.000
Fasteignamat
19.437.000

Fannberg fasteignasala ehf. kynnir jörðina Holtsmúla 2 í Rangárþingi ytra

Jörðin er staðsett neðarlega í Landsveit og er stærð hennar skráð 52,9 hektarar. Landið, sem er afmarkað með skurðum og girðingu, er allt gróið og hluti þess er ræktaður.  Aðgengi að jörðinni er frá Landvegi.  Bæjarhúsin standa sunnan megin í háu holti.  Það er víðsýnt og fallegt útsýni m.a. til Heklu, Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja.  Jörðin er lögbýli og henni fylgir veiðréttur í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og upprekstrarréttur á Holtamannaafrétt.

Á jörðinni er sumarhús byggt úr timbri á steyptan grunn árið 2007, stærð 90,2 fm.  Húsið er klætt að utan með láréttri timburklæðningu.  Að innanverðu eru veggir og loft klædd með panel.  Húsið telur:  Anddyri með flísum á gólfi.  Sambyggða stofu og eldhús með parketi á gólfi, góðri innréttingu og hurð út á verönd.  Þrjú svefnherbergi mað parketi á gólfum.  Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, sturtu, lítilli innréttingu og hurð út á verönd.  Úr anddyrinu er timburstigi upp á svefnloft, sem er yfir hluta hússins.  Húsið er rafkynt og hitalagnir eru í gólfum.  Búið er að tengja ljósleiðrara.  Við húsið er stór verönd með rafkyntum potti.

Á jörðinni eru nokkur eldri útihús sem þarfnast aðhlynningar, heildarstærð þeirra er 363 fm. 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Einarsson, í síma 8639528, tölvupóstur [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.