Einbýlishús: Húsið sem er á tveimur hæðum er timburhús á steyptum kjallara, klætt að utanverðu með standandi timburklæðningu. Á efri hæðinni er: Anddyri, hol, stofa, eldhús með ágætri innréttingu, svefnherbergjagangur, fjögur svefnherbergi með skápum og baðherbergi með innréttingu og sturtu. Gólfin eru máluð. Á neðri hæðinni er bílskúr með innkeyrsludyrum og gönguhurð. Þar eru einnig tvö stór rými, sem hægt er að breyta í íbúð með sérinngangi. Framan við kjallarann er stórt steypt bifreiðastæði.
Geymsla: Um er að ræða gamalt parhús á þremur hæðum, sem byggt er úr steinsteypu og timbri árið 1928.