Hvammur , 851 Hella
75.000.000 Kr.
Lóð
0 herb.
65535 m2
75.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2002
Brunabótamat
34.750.000
Fasteignamat
98.077.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028.

JÖRÐN HVAMMUR Í HOLTUM Í RANGÁRÞINGI YTRA.
Jörðin er staðsett skammt fyrir neðan Laugaland í Holtum og er aðgegni að henni frá Hagabraut.  Á Laugalandi er skóli, leikskóli, íþróttahús og sundlaug.  Landstærð jarðarinnar er talin vera um 230 hektarar og er hluti landsins innan landgræðlsugirðingar.  Ræktað land er talið vera um 28 hektarar.  Þinglýst hefur verið samningi við Suðurlandsskóga um skógrækt á 53 hekturum.  Með í kaupunum fylgja 45 frístundalóðir sem stofnaðar hafa verið út úr landi jarðarinnar og hefur verið lagður vegur að þeim.  Unnin hafa verið drög að skipulagi fyrir þessar lóðir, en skipulagsferlið hefur ekki verið fullklárað.  Bæjarstæðið hallar á móti suðri og þaðan er gott útsýni.  Jörðinni fylgir upprekstrar- og veiðiréttur á Landmannaafrétti.


Íbúðarhús og bílgeymsla, fastanúmer 226-5635:
Húsið, sem er á sérlóð er 185,3 fm að stærð, byggt árið 2002 úr steinsteypu og timbri.  Við byggingu þess var notast við grunn og að hluta veggi eldri útihúsa.  Húsið skiptist í anddyri, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús, þvottahús og bílskúr.  Í anddyri eru flísar á gólfi og þar er fataskápur.  Í stofu eru flísar á gólfi.  Í baðherbergi eru flísar á gólfi og veggjum og þar er sturta.  Í eldhúsinu eru flísar á gólfi og veggjum við innréttingu.  Nýleg vönduð innrétting er í eldhúsinu.  Í svefnherbergjum er plankaparket á gólfum.  Í þvottahúsi og bílskúr eru máluð gólf.  Stór innkeyrsluhurð með hurðaopnara er á bílskúrnum.  Undir stétt framan við húsið er steypt útigeymsla.  Í húsinu eru franskir gluggar með tvöföldu gleri.  Hitalagnir eru í gólfum og er húsið kynt með hitaveitu. 

Á jörðinni er einnig gamall braggi í lélegu ástandi.


Eldra íbúðarhús, sem er á jörðinni er ekki í eigu jarðareignanda.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.