Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður
Tilboð
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
1 herb.
82 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
11.650.000
Fasteignamat
11.700.000

Domusnova kynnir: vel skipulagt iðnaðarhúsnæði með innkeyrsluhurð við Melabraut 19 í Hafnarfirði. Í húsnæðinu var rekið réttingarverkstæði fyrir bifreiðar. Tæki og vélar sem eru til staðar í húsnæðinu eru einnig til sölu. Malbikað bílaplan er fyrir framan húsnæðið. 
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er bilið skráð sem 82,3 m2 en hluti húsnæðisins er á millilofti og er fermetrafjöldinn því meiri. 


* Getur orðið laust við kaupsamning 
* Ósamþykkt stúdíó íbúð fyrir ofan verkstæðið 


Húsnæðið skiptist í opið vinnurými á jarðhæð með góðri lofthæð. Sprautuklefi er innst í rýminu. Á eftri hæðinni er milliloft þar sem til staðar er ósamþykkt stúdíó íbúð, eldhús, baðherbergi og gluggalaust herbergi. Aðkoman að húsnæðinu er góð og fyrir framan er malbikað bílaplan. Í húsinu hefur verið rekin bílasprautun og réttingar. Mögulegt er að fá húsnæðið keypt með þeim tækjum sem til staðar eru. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 665-8909 eða [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.