851 Hella
FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028
Parhús, geymslurými og bílskúr i Miðkoti 1 í Þykkvabæ.
Um er að ræða 150,5 fm íbúð og 84,5 fm geymslurými ásamt 63 fm bílskúr samtals 298 fm samkvæmt FMR, í Miðkoti 1 í Rangárþingi ytra. Húsið, sem er að hluta til á tveimur hæðum, er byggt úr timbri árið 1947. Samkvæmt skráningu í Þjóðskrá stendur húsið á 948,2 fm lóð.
Nánari lýsing : Anddyri með flísum á gólfi. Lokað fordyri er framan við anddyrið. Stofu með teppi á gólfi. Gang og hol með parketi á gólfi. Eldhús með dúk á gólfi og þokkalegri innréttingu. Þvottahús, sem jafnframt er bakinngangur í íbúðina með flísum á gólfi. Tvö svefnherbergi, annað með dúk á gólfi, en hitt með parketi. Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, baðkeri og innréttingu. Yfir hluta hússins er ris og þangað liggur timburstigi af neðri hæðinni. Í risinu er tvö svefnherbergi með spónarparketi á gólfum og opið rými með timburgólfi. Geymslurými er sambyggt íbúðinni og er einangrað og klætt með steyptu gólfi, innkeyrsludyrum og gönguhurð..
Bílskúrinn er innréttaður sem hesthús í dag og er byggður úr timbri árið 1992.
Húsið þarfnast verulegs viðhalds. Þakjárn er mjög lélegt. Vantar ofna víða í húsinu. Blöndunartæki eru mjög léleg. Innréttingar mjög lélegar. Gólfefni eru mjög léleg/ónýt. Baðherbergi þarfnast viðhalds. Járn er ónytt. Gluggar og gler ónytt, útihurð mjög léleg.
ÍLS mælir með fagmanni að skoða eignina og mynda lagnir. Ekki er vitað um ástand eldhústækja.
{{type.name}}
{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}